Árið 2022 var tilkynnt um sölu á dýrasta bíll sem seldur hefur verið í 136 ára sögu bílsins.

Í maí tilkynnti Mercedes-Benz að fyrirtækið hefði selt 1955 árgerðina af 300 SLR Uhlenhaut Coupe fyrir 142,9 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 18,2 milljarða króna.

Næst dýrasti bíll sem vitað er um að hafi verið seldur var Ferrari 250 GTO. Hann var seldur árið 2018 fyrir um 70 milljón Bandaríkjadali.

Andvirðið notað til að styrkja nemendur

Uppboðshúsið Sotheby´s sá um söluna á Mercedes bílnum. Kaupandinn hafði reynt í rúmt ár að fá bílinn keyptan. Andvirðið verður notað til að styrkja nemendur sem eru í námi sem tengist loftslagsbreytingum.

Er Silfurör

Bíllinn er ein svokallaðra Silfurörva sem Mercedes framleiddi á þessum árum, sem götubíl og fyrir Formúlu 1 og í fleiri kappaksturskeppnir. Sambærilegur bíll sigraði Targa Florio kappaksturinn.

Hörmulegt slys í Le Mans kappakstrinum ári 1955 varð til þess að Mercedes hætti allri keppni í kappakstri í áratugi. Þeir sneru aftur árið 1994 í Formúlu 1, þá sem vélaframleiðandi og aðallega með McLaren liðnu. Mercedes hefur keppt undir eigin merkjum frá árinu 2010.

Nefndur í höfuðið á hönnuðnum

Bílinn var nefndur í höfuðið á sportbílahönnuði Mercedes Benz um langt skeið, Rudolf Uhlenhaut. Hann átti persónulega aldrei bíl.

Rudolf Uhlenhaut við dýrasta bíl í heimi.