Sunnakur 1 var dýrasta einbýlishús sem selt var í Garðabæ, og raunar á öllu landinu, á síðasta ári en húsið, sem er 451 fermetri að stærð, var selt á 375 milljónir króna í lok síðasta árs. Fermetraverð eignarinnar nam því tæplega 831 þúsund krónum. Hjónin Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju, og Málmfríður Lilly Einarsdóttir fótaaðgerðafræðingur keyptu húsið af hjónunum Hreini Jakobssyni, framkvæmdastjóra fjárfestingarfélagsins Fjárstreymis, og Aðalheiði Ásgrímsdóttur framhaldsskólakennara.

Næstdýrasta einbýlishús landsins er einnig í Garðabæ, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá síðasta sumar festu hjónin Andri Gunnarsson lögmaður og Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, kaup á Tjaldanesi 15 á Arnarnesi fyrir 370 milljónir króna. Það gera 867 þúsund krónur á fermetra.

Eins og sjá má á meðfylgjandi lista yfir fimm dýrustu einbýlishús Garðabæjar í fyrra ratar umrædd fasteign raunar tvisvar á listann. Eignin var einnig seld í apríl sama ár þegar Róbert Wessman seldi hana til félagsins Laug ehf., sem er í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar, náins samstarfsmanns Róberts, á 350 milljónir króna.

Dýrustu einbýlishús sem seldust í Garðabæ árið 2022

Heimilisfang Verð (milljónir kr.) Stærð Fermetraverð (þúsundir kr.)
Sunnakur 1 375 451 831
Tjaldanes 15 370 427 867
Tjaldanes 15 350 427 820
Hjálmakur 7 310 485 640
Blikanes 22 295 302 977
Heimild: HMS

Umfjöllunina má lesa í heild í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.