Hjónin Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrum forstjóri N1 og HB Granda, og Jónína Lýðsdóttir hjúkrunarfræðingur hafa selt einbýlishús sitt að Skildinganesi 15 fyrir 250 milljónir króna.

Kaupendur eru Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og Tryggvi Tryggvason viðskiptafræðingur. Eggert er móðurbróðir Láru Bjargar.

Húsið ber nafnið Reynistaður og hefur verið í ættinni frá árinu 1922 þegar afi Eggerts og langafi Láru, Eggert Claessen bankastjóri og hæstaréttarlögmaður, eignaðist húsið. Eggert og Jónina keyptu húsið árið 2006.

Húsið var upphaflega byggt árið 1874 en seinna byggt við það. Ytri byrði hússins og seinni viðbyggingar eru friðaðar. Eignin er 387 fermetrar og því er verð á fermetra um 646 þúsund krónur.

Eggert Benedikt var í lok síðasta mánaðar ráðinn í starf leiðtoga á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og mun hefja störf í ágúst næstkomandi. forstjóri N1 á árunum 2012-2015 og var þar áður forstjóri HB Granda í rúm átta ár.