Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari frumsýndi í dag nýjan jeppa, að þeirra sögn. Flestir myndu í besta falli kalla hann jeppling.

Hann heitir Purosangue sem er ítalska og þýðir hreinræktaður keppnishestur.

Þetta er fyrsti jeppinn sem Ferrari hefur hannað en margir lúxus- og sportbílaframleiðendur hafa sótt inn á þann markað undanfarin ár. Má nefna Lamborghini, Bentley og Rolls-Royce.

Verðmiðinn á bílnum verður frá 55 milljónum í Evrópu. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður búinn að leggja tolla og virðisaukaskatt á bílinn verður verðið orðið nær 100 milljónum.

Vélin í bílnum er 6,5 lítra V12 sem skilar 715 hestöflum. Ferrari hefur ekki tilkynnt hvenær hann kemur á markað en það verður líklega á næsta.