Fjártæknifyrirtækið Wahed, sem er meðal annars í eigu olíurisans Saudi Aramco og knattspyrnustjörnunnar Paul Pogba, hefur opnað bankaútibú í Lundúnum.

Markmiðið með því er að bjóða þeim 3,9 milljónum múslima sem búa í Englandi tækifæri á að nálgast eignastýringu og fjárfestingaráðgjöf sem samræmist sjaríalögum.

MMA bardagakappinn Khabib Nurmagomedov hefur verið mest áberandi í markaðsefni Wahed og var hann viðstaddur opnun útibúsins á þriðjudag.