Minningarathöfn fór fram við Reykjanesbraut í gær til að minnast allra þeirra sem fórust þegar bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst í slæmu veðri við Fagradalsfjall árið 1943.

Minnisvarðinn um „Hot Stuff“ áhöfnina, eins og hún var kölluð, var nýlega færð úr hrauninu við Grindavíkurveg en aðgengi að minnisvarðanum var skert eftir að breytingar voru gerðar á veginum til að auka umferðaröryggi.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, Carrin Patman, bandaríski sendiherrann, og Gunnar Axelsson, bæjarstjórinn í Vogum voru meðal þeirra sem viðstödd voru athöfnina.

Áhöfn flugvélarinnar var sú fyrsta í seinni heimsstyrjöldinni til að ljúka 25 árásarferðir og var á leiðinni aftur til Bandaríkjanna í langþráð frí þegar slysið átti sér stað. Aðeins einn af þeim fimmtán sem voru um borð í flugvélinni lifðu af.

Meðal þeirra látnu var hershöfðinginn Frank M. Andrews sem var æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Hann var á leiðinni til Washington til að hjálpa við undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Eftir andlát hans tók Dwight D. Eisenhower við sem æðsti maður herafla í Evrópu og var síðan forseti Bandaríkjanna eftir stríð.

Minnisvarðinn er nú staðsettur í hlíðinni upp af gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.