Haldið var upp á opnun Fjártækniklasans og Gróðurhússins í nýju húsnæði í Grósku í Vatnsmýrinni nýlega með pompi og prakt.
Sigurður Ólafsson hjá Grósku og Gunnlaugur Jónsson hjá Fjártækniklasanum héldu tölu við tilefnið. Gróska hýsir margs konar nýsköpunartengda starfsemi þar með talið Gróðurhúsið sem Fjártækniklasinn er hluti af en þar eru fjölmargir fjártæknisprotar. Stefnt er að því að opna nýjan áfanga undir starfsemina í húsinu í september.
© Gígja Einars (Gígja Einars)
Athafnamennirnir Björn Bragi Arnarsson og Sigurður Straumfjörð Pálsson létu sjá sig. VB MYNDIR/GÍGJA
© Gígja Einars (Gígja Einars)
Kristján Már Gunnarsson, stofnandi Teqhire, og Íris Ólafsdóttir, stofnandi Kúlu.
© Gígja Einars (Gígja Einars)
Gunnar Helgi Gunnsteinsson, meðstofnandi Memento, Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaupa, og Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri PayAnalytics.
© Gígja Einars (Gígja Einars)
Mæðgurnar Kristín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hulda Björg Jónsdóttir lögmaður voru á svæðinu.
© Gígja Einars (Gígja Einars)
Jóhanna María Einarsdóttir, sem rekur Bókhald og aðrar lausnir í Grósku, og Vera Antonsdóttir, framkvæmdastjóri Grósku, fögnuðu áfanganum.
© Gígja Einars (Gígja Einars)
Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Kortaþjónustunnar, og Magnús Þór Torfason, dósent í nýsköpun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, voru meðal gesta.
Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um Gróðurhúsið.
Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .