Ford E-Transit Van er sjálfskiptur, kemur í nokkrum lengdar- og hæðarflokkum og er mjög vel búinn staðalbúnaði. Sendibíllinn er fáanlegur í tveimur hæðarútfærslum og þremur mismunandi lengdum, auk þess að vera með mjög gott flutningsrými eða allt að 15,1 rúmmetra. Sendibíllinn uppfyllir kröfur langflestra enda hægt að panta hann í allt að 25 útfærslum svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að setja saman ETransit Van rafsendibíl sem hentar rekstrinum fullkomlega, hvort sem viðkomandi þarf meira rými fyrir farþega eða stærra hleðslurými.

Öflug drifrafhlaða með snöggri hraðhleðslu

Ford E-Transit Van dregur allt að 318 km á rafmagni samkvæmt WLTP-staðli og er með mjög 68kWh drifrafhlöðu. Drægnin er mismunandi á milli útfærslna en er alla jafna góð fyrir flestan almennan akstur í amstri dagsins. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, svo sem hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og hleðslu í hleðslurými.

Fyrir fólk sem þarf aðeins meira er kosturinn sá að það tekur bara um 34 mínútur að hlaða bílinn frá 15-80% í 115 kW hleðslustöð. Í venjulegri 11 kW heimahleðslustöð tekur u.þ.b. 8,2 klukkutíma að fullhlaða bílinn frá 0-100% svo hann sé klár í slaginn á hverjum morgni.

Sjálfstæð fjöðrun bætir akstursupplifunina

Búið er að endurhanna afturfjöðrunina í Ford E-Transit Van til að hámarka burðargetu og auka afköst. Burðargetan er allt að 1348 kg. (í L3H2 útfærslu) og þar sem afturfjöðrunin er öflug er sendibíllinn þægilegur í akstri og með gott veggrip hvort sem hann er hlaðinn eða tómur. ProPower Onboard tæknin sem er í boði sem aukabúnaður minnkar þörfina fyrir rafstöðvar til að knýja rafmagnsverkfæri og önnur tæki við dagleg störf. Með kerfinu hafa notendur Ford E-Transit Van aðgang að allt að 2.3 kW kerfi í ökumanns- eða hleðslurýminu sem kemur sér auðvitað einstaklega vel á ferð og flugi þegar stinga þarf bornum, söginni eða fartölvunni í samband.

Snjallar tengingar um borð og í símanum

Það er óhætt að segja að Ford E-Transit Van sé sérstaklega vel tengdur og bjóði upp á marga snjalla möguleika. SYNC 4 kerfið er skýjatengt upplýsingakerfi með flottu leiðsögukerfi og raddstýringu á 12“ skjá. Hugbúnaðaruppfærslur fara í gegnum kerfið til að tryggja að sendibíllinn sé í toppstandi miðað við tækni sem er í boði hverju sinni. Með FordPass Pro appinu sérðu meðal annars staðsetningu ökutækisins, getur læst eða aflæst því, stillt hleðslutímann og ýmislegt fleira. Með FordPass Pro appinu er einnig hægt að stilla kjörhitastig eftir því sem hverjum og einum finnst þægilegast. Þetta er góður eiginleiki á köldum vetrarmorgnum.

Ökumannsaðstoðarkerfið vann til gullverðlauna Euro NCAP

Í Ford E-Transit Van er mikil áhersla lögð á ökumannsaðstoð en hún er auðvitað lykillinn að því að vernda vegfarendur, ökumann og bílinn sjálfan. Ökumannsaðstoðarkerfið í sendibílnum felur í sér árekstrarvörn sem skynjar einnig gangandi vegfarendur, hraðastilli með hraðatakmarkara og veglínuskynjara svo eitthvað sé nefnt. Einnig er Ford E-Transit Van með brekkuaðstoð, upphitanlega framrúðu og veltivörn. Ökumannsaðstoðarkerfið hlaut gullverðlaun Euro NCAP. Í Edition aukahlutapakkanum, sem í boði er, er búnaður sem eykur þægindi svo um munar. Pakkinn inniheldur rennihurð á vinstri hlið bílsins, bakkmyndavél, LED-lýsingu við afturhurðir og í flutningsrými, rafdrifna aðfellingu útispegla, varadekk á stálfelgu, aurhlífar að framan og loftpúða fyrir farþega og loftpúðagardínur beggja vegna. Ford ETransit kostar frá 9.604.839 kr.