Salome Aleman, kannar gæði kúbverska rommsins Havana Club. Er hún einn af níu viðurkenndum romm-gæðaeftirlitsmönnum Kúbu.

Havana Club hefur verið framleitt frá árinu 1934. Í fyrstu var það í eigu Arechabala-fjölskyldunnar, en eftir byltinguna 1959 var rommið þjóðnýtt eins og annað á Kúbu.

Frá árinu 1993 hefur Havana Club verið til helmings í eigu kúbverska ríkisins og stórfyrirtækisins Pernod Richard. Það ár hófst útflutningur á víninu fyrir alvöru.

Segja má að Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca, hafi komið Havana Club á kortið á Íslandi en hann var einn helsti talsmaður rommsins hér á landi um síðustu aldamót.