Fyrrum kærasta Elon Musk, ríkasta manns heims, hefur efnt til uppboðs á minjagripum frá sambandi þeirra, þar á meðal myndir af honum frá háskólaárunum, á vefsíðu PR Auction. Uppboðinu lýkur á miðvikudaginn.Bloomberg greinir frá.

Jennifer Gwynne, sem var í sambandi við Musk árið 1994 þegar þau sóttu bæði nám við University of Pennsylvania, ákvað að bjóða upp minjagripina til að fjármagna háskólanám stjúpsonar síns. Hún sagði við DailyMail að hún hafi ekki viljað selja hlutina fyrr en nýlega þegar hún varð var við aðra selja minjagripi frá Musk.

Meðal minjagripa í uppboðinu eru átján myndir af Musk, handskrifað afmæliskort og gullhálsmen með grænum smaragði sem Elon sagði að væri frá námu föður síns í Suður-Afríku. Hæsta boðið hefur borist í handskrifaða kortið en tilboðið hljóðar yfir 10 þúsund dali eða sem nemur 1,4 milljónum króna.