Matreiðslubókahöfundurinn og sælkerinn Linda Ben deilir hér með lesendum girnilegri grilluppskrift fyrir sumarið. Uppskriftin er ætluð fyrir þrjá og tekur um 40 mínútur að matreiða.

© Íris Dögg Einarsdóttir (Íris Dögg Einarsdóttir)

Innihald:

  • Um 400 grömm stórar tígrisrækjur
  • ¼ Ferskur ananas
  • 50 g Smjör
  • 1 dl Hunang
  • 2 msk Soja Sósa
  • 2-3 Hvítlauksgeirar
  • Salt og pipar
  • Kóríander (má sleppa)
  • Grillpinnar

Aðferð

  1. Best er að láta grillpinnana liggja í bleyti í ca. 20 mín áður en matnum er raðað á pinnana.
  2. Setjið smjör, hunang og soja sósu ofan í lítinn pott og sjóðið saman, rífið hvítlauksgeirana út í og kryddið með salti og pipar, sjóðið þar til sósan hefur þykknað og líkist sírópi.
  3. Skerið ferskan ananas í bita, takið börkinn af. Raðið risa rækjum og ananas á pinnana til skiptis, penslið svolítið af sósunni yfir pinnana.
  4. Grillið pinnana á báðum hliðum í 3-5 mín á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn, penslið meira af sósunni yfir pinnana á meðan verið er að grilla.

Fjallað var um málið í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út í 11. maí.