Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir hefur fest kaup á 484 fermetra einbýlishús við Þernunes á Arnarnesi í Garðabæ á 405 milljónir króna. Seljandi er Bloom ehf., sem er í eigu Kristínar Björgvinsdóttur. Húsið stendur við sjó og þaðan er gott útsýni í átt að Kársnesi og út Kópavoginn.

Framkvæmdir hófust við húsið árið 2008 sem hannað er af Haraldi Ingvarssyni, Páli Hjaltasyni og Þormóði Sveinssyni. Nokkurn tíma tók að ljúka byggingu en það var skráð fokhelt í fasteignaskrá fram til ársins 2013 og ekki fullfrágengið fyrr en árið 2017.

Húsið stendur á 1.200 fermetra lóð, og er skráð 425 fermetrar en þar til viðbótar er 59 fermetra tvöfaldur bílskúr.