Fasteignasalan Spánarheimili hefur auglýst til sölu glæsivillu í Villamartin á Spáni og er uppsett verð eignarinnar hvorki meira né minna en 479,8 milljónir króna.

Líkt og verðmiðinn gefur til kynna er eignin öll hin glæsilegasta. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að húsið, sem er um 860 fermetrar, sé á fjórum hæðum og í því eru fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Húsið stendur á lóð sem er alls um 2.017 fermetrar. Að sjálfsögðu er svo einkasundlaug.

Rétt hjá villunni má finna golfvöllinn Villamartin auk þess sem stutt er í háklassagolfvelli á borð við Las Colinas og Campoamor.

Áhugasamir geta skoðað myndir af höllinni hér .