Ásdís María Viðarsdóttir, 29 ára tónlistarkona búsett í Berlín, er meðal vinsælustu íslensku tónlistarmönnum á streymisveitunni Spotify um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað eru rúmlega 2,2 milljónir manna sem hlusta á hana í hverjum mánuði.

Ásdís gaf út lagið „Feel the Love“ í byrjun árs 2021 í samstarfi við Daða Frey, en þetta var annað lag þeirra saman. „Daði er minn helsti stuðningsmaður og einn af mínum bestu vinum,“ segir Ásdís, en lagið er með meira en þrjár milljónir hlustana á Spotify.

Lagið hefur vakið athygli margra, þar á meðal fyrirsætunnar Heidi Klum. Klum er gift Tom Kaulitz, gítarleikara í þýsku hljómsveitinni Tokio Hotel. Ásdís vann á nýjustu plötu hljómsveitarinnar og samdi þar þrjú lög og söng á einu lagi. Þá vann Daði Freyr sömuleiðis í plötunni.

„Heidi Klum elskar lagið okkar Daða. Hún og maðurinn hennar komu á tónleika hjá mér og Daða í LA og fór í kjölfarið að deila laginu mikið. Lagið fékk nýtt líf og hlustunartölurnar fóru á fullt. Eftir tónleikana bauð hún okkur Daða síðan í Halloween partíið sitt heima hjá sér í LA. Eftir að ég fór í þetta partí hafa allir verið að spyrja mig út í það hvernig Heidi Klum hafi það,“ segir Ásdís í léttum tón.

Nánar er rætt við Ásdísi í tímaritinu Áramót sem kom út fimmtudaginn 29. desember.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði