Edward H. Hamm Jr. kvikmyndaframleiðandi hefur keypt stórhýsi í Malibu á 91 milljónir dala eða sem nemur 13 milljörðum króna, að því er kemur fram í grein hjá Wall Street Journal.

Hamm hefur meðal annars framleitt myndirnar Get Out sem kom út árið 2017 og BlacKkKlansman sem kom út árið 2018.

Kaupin gengu í gegn í desember. Seljendurnir voru breski tölvuleikjahönnuðurinn Jonathan Burton og fyrrverandi kona hans Helen Musk. Þau skráðu eignina upphaflega til sölu á 125 milljónir dala í byrjun árs 2022.

Húsið er 1600 fermetrar að stærð og stendur á 2,7 hektara lóð. Á lóðinni má meðal annars finna sundlaug, tennisvöll og minigolfvöll.

Á lóðinni má meðal annars finna tennisvöll.
© Aðsend mynd (AÐSEND)