Arkitektahátíðin Architecture MasterPrize ( AMP ) er nýafstaðin. Á verðlaunahátíðinni, sem haldin var í Guggenheim -safninu í Bilbao á Spáni, hlaut The Retreat , hótel Bláa lónsins, arkitektaverðlaun ársins (e. Architectural Design of the Year ). Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar vinna til þessara verðlauna.

The Retreat er hannað af Basalt arkitektum en innanhúshönnun þess er unnin í samstarfi við Design Group Italia , sem sá einnig um upplifunarhönnunina . Lýsingarhönnuðir eru Liska og verkfræðingar eru Efla verkfræðistofa.

AMP þykja ein virtustu arkitektaverðlaun heims og eru veitt einstökum verkum sem hafa verið byggð eða reist á síðustu fimm árum. Þau falla í skaut einstaklinga eða hópa sem hafa þótt sýna afburðagæði í arkitektúr , innanhúss- eða landslagshönnun.

Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Hlutverk arkitektanna var, í samspili náttúru, arkitektúrs og upplifunar, að skapa stað þar sem gestum finnast þeir vera í beinum tengslum við íslenska náttúru. Byggt í 800 ára gömlu hrauni í hjarta Reykjaness Jarðvangs UNESCO, nær The Retreat að sameina heilsulind, jarðhitalón og 62 herbergja hótel sem hinn einstaki jarðsjór Bláa Lónsins umlykur. Fjársjóður landsvæðisins, hið steinefnaríka vatn, harðgerða hraun og aldagamall mosi – verður þungamiðja allrar byggingarinnar.“

The Retreat hefur unnið til á þriðja tug alþjóðlegra verðlauna frá því að það opnaði á páskadag í fyrra þar á meðal hin þekktu Red Dot -verðlaunin sem það hlaut í sumar.