Nú stendur yfir sýning í Nice í Frakklandi til minningar um tískuljósmyndarann Lionel Kazan sem lést árið 2016. Sýningin ber heitið Straumar og stefnur eða Un Air du temps og er frá Sveiflusexunni á sjöunda áratugnum.

Mynd af Guðrúnu Bjarnadóttur-Bergese er aðalmyndin á sýningunni og prýðir sýningarskránna og annað kynningarefni. Þessi mynd er nokkur ráðgáta því ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún var tekin og af hvaða tilefni. Hún er talin vera frá 1965.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.