Fiat 500 e er mjög nettur bíll og hann er raunar bara tveggja manna ef vel á að vera þótt hann sé skráður fjögurra manna.

Það þarf svakalegar leikfimisæfingar fyrir fullorðinn einstakling að komast aftur í bílinn en sem tveggja manna bíll er hann mjög skemmtilegur og það er ágætis pláss fyrir þessa tvo frammí.

Fiat 500 e er mjög nettur bíll og hann er raunar bara tveggja manna ef vel á að vera þótt hann sé skráður fjögurra manna.
Fiat 500 e er mjög nettur bíll og hann er raunar bara tveggja manna ef vel á að vera þótt hann sé skráður fjögurra manna.

Bíllinn er 3 dyra, sjálfskiptur og framhjóladrifinn.

Fiat 500 kom fyrst á markað í júlí 1957 og var ætlaður sem arftaki Fiat Topolino. Hann var kallaður Cinquecento á móðurmálinu, sem þýðir einfaldlega 500.

Bíllinn var mjög nettur eins og í dag en með vélina að aftan og drifið á afturöxli. Hann hafði sjálfstæða fjöðrun á hjólum og knúinn með hálfs lítra loftkældri, tveggja strokka vél sem skilaði 13 hestöflum og fjögurra gíra beinskiptingu.

Síðar sama ár jók Fiat aðeins við búnað bílsins og jók sömuleiðis aflið í 15 hestöfl.

Fiat 500 var framleiddur til ársins 1975 en þá var búið að framleiða rúmlega 3,6 milljónir 500 bíla án þess að hann breyttist nokkuð að ráði.

Bíllinn er 3 dyra,  sjálfskiptur og  framhjóladrifinn
Bíllinn er 3 dyra, sjálfskiptur og framhjóladrifinn

Það þarf ekki að taka fram að þessi bíll eftirstríðsáranna var ekki mjög sprækur og komst ekki hraðar en 100 km á klukkustund.

Fiat setti 500 bílinn aftur á markað árið 2007 við mikinn fögnuð fjölmargra áhugamanna um þennan sjarmerandi borgarbíl.

Framleiðsla á 100% rafknúnum Fiat 500 hófst síðan í júní 2020 í Mirafiori verksmiðju Fiat í Tórínó.

Nánar er fjallað nýja rafútgáfu Fiat 500 í blaðinu Bílar sem kom út 26.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.