Söngkonan Janet Jackson hefur selt íbúð sína í New York. Söluverðið nam 8,8 milljónum dollara sem jafngildir 1,2 milljörðum króna.

Janet festi kaup á íbúðinni árið 1998 fyrir 2,8 milljónir dollara sem jafngildir 396 milljónum króna. Íbúðin er þriggja herbergja og er staðsett á 34. hæð með útsýni yfir almenningsgarðinn Central Park. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Janet ekki dvalið í íbúðinni síðan 2019.