Beyond Order: 12 More Rules For Life
Beyond Order: 12 More Rules For Life
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Ný bók kanadíska sálfræðiprófessorsins Jordan B. Peterson, Beyond Order: 12 More Rules For Life, verður gefin út á 2. mars á næsta ári, en nú þegar er hægt að forpanta bókina í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada á Amazon og Penguin Randomhouse.

Fyrri bók prófessorsins, 12 Rules For Life: An Antidote to Chaos, varð metsölubók víða um heim og ferðaðist Peterson meðal annars til Íslands þar sem fyrirlestur hans fyllti Norðurljósasalinn í Hörpu tvö kvöld í röð.

Viðskiptablaðið ræddi við prófessorinn sem starfar við Háskólann í Kanada við það tilefni, en þá hafði bókin verið gefin út á Íslandi undir nafninu 12 Lífsreglur: Mótefni við glundroða, en þar varaði hann við kreddum en hann varð einna fyrst þekktur fyrir áherslur sínar á málfrelsi .

Í bókinni sameinar hann hugmyndir sínar um sálfræði og siðferði við lærdóm úr goða- og Guðfræði ýmissa menningarsamfélaga, auk poppmenningar. Nýja bókin heldur áfram af sama meiði en upphaflegu 12 reglurnar voru meðal 42 reglna sem urðu til þegar prófessorinn fór í frítíma sínum að svara spurningum á Quora, til að mynda um í hverju mestu verðmætin væru falin.

Hér tilkynnir prófessorinn um nýju bókina og les upp úr inngangi hennar: