Viðskiptablaðið og Frjáls verslun fengu þekkta vínsérfræðinga til að mæla með góðum hátíðarvínum fyrir lesendur Áramóta.

Þorri Hringsson myndlistarmaður er annar þeirra en hann hefur um árabil skrifað um vín. Á Facebook síðunni Víngarðinum birtir hann reglulega víndóma.

Þorri kemur víða við í sínu vali. Hann velur árgangskampvín, Chablis-vín og tvær rauðvínsflöskur, sem annars vegar eru frá Marokkó og hins vegar Ítalíu.

Fjallað er um vín í tímaritinu Áramót, sem kom út fimmtudaginn 29. desember 2022. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.