Katarar stefna á að auka við fjárfestingar sínar í íþróttum, sér í lagi knattspyrnu í kjölfar HM þar í landi sem heimamönnum þykir hafa heppnast vel.

Katarska fjárfestingafélagið QSI, sem á franska knattspyrnuliðið PSG, skoðar nú að kaupa lið í ensku úrvalsdeildinni, enda er það langtekjuhæsta knattspyrnudeild í heimi. 

Financial Times segist hafa heimildir fyrir því að QSI vilji kaupa Tottenham en auk þess stefna bandarískir eigendur Liverpool og Manchester United á að selja sín lið.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 19. janúar.