Kia birti í dag tvær stiklur af EV9 sem varpa ljósi á endanlega hönnun rafjeppans. Þetta er fyrsti 100% rafknúni jeppinn frá framleiðandanum og fylgir í fótspor á hinum verðlauna EV6.

Fyrstu myndir af, EV9, sem verður flaggskip Kia, sýna skuggamynd af djarfri hönnun bílsins með eftirtektarverðum ljósabúnaði. Kia mun afhjúpa bæði ytri og innri hönnun EV9 seinna í mánuðinum.

Nafnið pararforskeytið „EV“ (e. electric vehicle) sem á íslensku þýðir rafknúin ökutæki og númerið „9“ sem Kia notar til flokka rafbíla sína út frá stærð.