Það styttist í að Kia EV9 sem er fyrsti 7 manna, 100% rafdrifni jeppann frá Kia, komi á markað.

Kia EV9, fyrsti jeppinn úr smiðju Kia sem gengur alfarið fyrir rafmagni, verður heimsfrumsýndur í byrjun næsta árs, en bíllinn hefur gengist undir stífar prófanir undanfarin misseri.

EV9 hefur verið í stöðugri þróun síðastliðinn tvö ár og mun setja ný viðmið fyrir aðra rafmagnsjeppa þegar kemur að hönnun, frammistöðu, drægi, aksturseiginleikum, tækni og þægindum. Allir eiginleikar bílsins eru prufaðir í þaula og rúmlega það á sérstakri tilraunarstöð Kia í Suður Kóreu.

Í þessum loka tilraunarfasa er m.a. reynt á fjórhjóladrifið í mjög háum brekkum, á torveldum malarvegum og djúpu vatni til að tryggja hámarks afköst við afar krefjandi aðstæður. Aksturseiginleikar á miklum hraða og kröppum beygjum eru prufaðir á sérhannaðri kappakstursbraut Kia þar sem hver einasti vankantur kemur fram, sama hversu smávægilegur hann er.

Einnig er búið að prufukeyra bílinn við ýmsar krefjandi aðstæður um allan heim, meðal annars á hinum margrómuðu hellulögðu vegum í Belgíu sem eru góð leið til að meta gæði fjöðrunar, þæginda í akstri og styrkleika við erfiðar aðstæður.

EV9 verður næsta flaggskip Kia og mun feta í fótspor forvera síns, EV6 sem hefur farið sigurför um allan heiminn síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.