Suður-kóreski bílaframleiðandinn Kia var með 4,8% seldra bíla á Evrópumarkaði í fyrra. Bílaframleiðandinn hefur aldrei verið með hærri hlutdeild seldra bíla í Evrópu en Kia seldi alls 542.423 nýja fólksbíla í álfunni á síðasta ári. Kia sló þar með eigið sölumet um 7,9%.

Kia Ceed var söluhæsti bíll framleiðandans í Evrópu á síðasta ári en Sportage og Niro komu í öðru og þriðja sæti.

Kia var EV6 valinn bíll ársins meðal bílablaðamanna á Íslandi. Kia segist finna fyrir mikilli eftirvæntingu eftir nýjum og alrafmögnuðum EV9 sportjeppa sem mun hafa allt að 540 kílómetra drægi. Áætlað er að forsala á Kia EV9 hefjist í sumar.