Karl III verður krýndur konungur við hátíðlega athöfn í Westminister Abbey á laugardaginn en síðasta krýning fór fram árið 1953 þegar Elísabet, móðir hans, var krýnd drottning.

Um tvö þúsund manns munu mæta og eru það helst þjóðhöfðingjar, sem og konungsborið fólk sem fengu boðskort. Mesta spennan hefur verið í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle en greint hefur verið frá því að Harry muni mæta en Meghan verði heima.

Eins og vænta má er mikið umstang í kringum viðburðinn. Hefur Windsor og Eton ölgerðin meðal annars framleitt bjórinn „The Return of the King" en ölgerðin er með konunglegt leyfi til að framleiða bjór fyrir konunglegu fjölskylduna í Bretlandi.