Í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun, er fjallað um hvers vegna sovéski alþýðubíllinn Lada varð til.

Fjallað er stofnun verksmiðjunnar, fyrstu bílana, samstarfið við Ítali og starfssemina fram að falli Sovétríkjanna.

Einnig er fjallað um hvers vegna sovéskir bílar komu til Íslands, umboðsaðilann og sölutölur Lödunnar birtar frá 1973 fram til 1995 þegar sölu á bílnum var hætt.

Ladan varð mest seldi bílinn á aðeins fimm árum

Bifreiðar og landbúnaðarvélar voru umboðsaðilar rússneskra bíla á Íslandi. Fyrirtækið frumsýndi Löduna á Íslandi árið 1973. Þá nutu rússneskir bílar þegar mikilla vinsælda en það árið var Moskvitch þriðji mest seldi bíllinn á Íslandi.

Bifreiðar og landbúnaðarvélar var stofnað árið 1954 að ósk Bjarna Benediktssonar, sem þá fór með viðskiptamál í ríkisstjórninni.

Árið 1978, aðeins fimm árum eftir komuna á íslenska bílamarkaðinn, var Ladan orðinn mest seldi bíllinn á Íslandi.

Salan sveiflaðist nokkuð en flestir bílar seldust árið 1987, sem hefur verið nefnt skattlausa árið á Íslandi.

Sölu á Lödu var hætt árið 1995 vegna þess að bílarnir uppfylltu hvorki mengunar- né öryggiskröfur.

Fjallað er um stofnun Löduverksmiðjunnar og Löduna á Íslandi í tímaritinu Áramót, sem kom út í dag, fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.