Laxveiðitímabilið hófst formlega þann 1. júní þegar veiðimenn renndu fyrir laxi við Urriðafoss í Þjórsá og Skugga, sem er veiðisvæði í Hvítá í Borgarfirði. Veiðin þar hófst með látum því eftir einungis sjö mínútur setti Stefán Sigurðsson, leigutaki svæðisins, í lax sem hann landaði. Þann 4. júní opnaði Norðurá og veiddi Dagur Svendsen fyrsta laxinn, sem tók á Stokkhylsbrotinu. Þann 5. júní opnaði Blanda en þar urðu þau tíðindi að fyrsti laxinn veiddist ekki fyrr en átta dögum seinna. Þá náði þýski veiðimaðurinn Detlef Fischer að landa 93 sentímetra silfurbjartri hrygnu.

Þann 7. júní opnaði Þverá í Borgarfirði en helstu tíðindin þaðan eru að þann 15. júní landaði Snorri Arnar Viðarsson 104 sentímetra hæng. Tveimur dögum seinna, eða 9. júní opnaði Kjarrá og þar var þremur löxum landað á fyrsta degi. Þann 13. júní opnaði Laxá í Leirársveit með hvelli því strax á fyrsta degi landaði Pétur Óðinsson 105 sentímetra hæng.

Eftir þetta opnuðu árnar hver af annarri. Á morgun hefst sem dæmi veiði í Selá og Hofsá í Vopnafirði, sem og Sandá og Hafralónsá í Þistilfirði, Laxá í Dölum og Stóru-Laxá. Hér eru myndir frá opnun nokkurra áa á síðustu dögum og vikum.

Sérblaðið Veiði fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn sem veiddist í Urriðafossi. Með honum á myndinni eru Haraldur Einarsson landeigandi við Þjórsá og Harpa Hlín Þórðardóttir, eiginkona Sigurðar en saman eiga þau Iceland Outfitters, sem er með veiðisvæðið á leigu.
Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn sem veiddist í Urriðafossi. Með honum á myndinni eru Haraldur Einarsson landeigandi við Þjórsá og Harpa Hlín Þórðardóttir, eiginkona Sigurðar en saman eiga þau Iceland Outfitters, sem er með veiðisvæðið á leigu.

Helgi Guðbrandsson með fallegan lax sem hann veiddi á Eyrinni í Norðurá.
Helgi Guðbrandsson með fallegan lax sem hann veiddi á Eyrinni í Norðurá.
© Jóhann Aspelund (VB MYND/Jóhann Aspelund)

Harpa Hlín Þórðardóttir með fallegan lax sem hún landaði við Urriðafoss í Þjórsá.
Harpa Hlín Þórðardóttir með fallegan lax sem hún landaði við Urriðafoss í Þjórsá.

Rafn Valur Alfreðsson, sem tók við rekstri Norðurár síðasta haust, með 85 sentímetra hæng sem hann veiddi á Hvararhylsbroti.
Rafn Valur Alfreðsson, sem tók við rekstri Norðurár síðasta haust, með 85 sentímetra hæng sem hann veiddi á Hvararhylsbroti.

Davið Masson, einn eigenda Stara,  með 80 sentímetra lax sem tók fluguna Valbein í Kirkjustreng í Þverá. Í bakgrunni er kirkjan við Norðtungu.
Davið Masson, einn eigenda Stara, með 80 sentímetra lax sem tók fluguna Valbein í Kirkjustreng í Þverá. Í bakgrunni er kirkjan við Norðtungu.

Örn Kjartansson með 92 sentímetra lax sem hann landaði í Efra Rauðabergi í Kjarrá á Sunray Shadow.
Örn Kjartansson með 92 sentímetra lax sem hann landaði í Efra Rauðabergi í Kjarrá á Sunray Shadow.

Annar af Reykvíkingum ársins, Kamila Walijewska, þreytir lax á Breiðunni í Elliðaánum á mánudaginn.
Annar af Reykvíkingum ársins, Kamila Walijewska, þreytir lax á Breiðunni í Elliðaánum á mánudaginn.
© Einar Rafnsson (VB MYND/Einar Rafnsson)

Sigurjón Gunnlaugsson með 69 sentímetra hrygnu sem hann veiddi á Breiðunni við opnun Langár á Mýrum á sunnudaginn.
Sigurjón Gunnlaugsson með 69 sentímetra hrygnu sem hann veiddi á Breiðunni við opnun Langár á Mýrum á sunnudaginn.
© Jógvan (VB MYND/Jógvan)

Veiðimaður þreytir lax við Laxfoss í Grímsá.
Veiðimaður þreytir lax við Laxfoss í Grímsá.

Brynjar Þór Hreggviðsson með fallega 78 sentímetra hrygnu sem hann veiddi á Eyrinni í Norðurá.
Brynjar Þór Hreggviðsson með fallega 78 sentímetra hrygnu sem hann veiddi á Eyrinni í Norðurá.

Matthías Stefánsson, sonur hjónanna í Iceland Outfitters, með lax úr Urriðafossi.
Matthías Stefánsson, sonur hjónanna í Iceland Outfitters, með lax úr Urriðafossi.

Erlendur veiðimaður með lax sem hann fékk Laxfossi í Grímsá.
Erlendur veiðimaður með lax sem hann fékk Laxfossi í Grímsá.