Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðs hjá Marel, og Yngvi Halldórsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Sýn, hafa keypt einbýlishús að Lálandi 3 í Fossvoginum fyrir 360 milljónir króna, en þau seldu nýlega fasteign að Haðalandi 19 í sama hverfi.

Fasteignin að Lálandi 3 er 329,9 fermetrar að stærð og því nam verð á fermetra 1,09 milljónum króna. Fasteignamat hússins er 221,6 milljónir króna.

Seljendur eru hjónin Haukur Oddsson, sem var forstjóri Borgunar á árunum 2007-2017, og Margrét Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau keyptu húsið árið 2007 fyrir 80 milljónir króna.