Tískurisinn Louis Vuitton á í viðræðum við tónlistarmanninn og framleiðandann Pharrell Williams um að hann taki við sem yfirhönnuður karlmannsfata vörumerkisins.

Ef af ráðningu Williams verður tekur hann við keflinu af tískugoðsögninni Virgil Abloh, sem lést í nóvember á þar síðasta ári eftir baráttu við sjaldgæft krabbamein.

Abloh braut blað í tískusögunni er hann var fyrsti einstaklingur af afrísk-amerískum uppruna til að vera ráðinn yfirhönnuður hjá einum af evrópsku tískurisunum.