Fasteignamarkaðurinn var í hæstu hæðum árið 2022. Hér eru mest lesnu híbýlafréttir ársins í sætum 6 til 10.

6. Dýrasta hús í sögu Flórída

Milljarðamæringurinn og frumkvöðullinn Jim Clark seldi hús sitt á eyjunni Manalapan, rétt sunnan við Palm Beach, á 175 milljónir dala.

7. Seldi Björgólfi og keypti þakíbúð

GEVA ehv., félag Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra og eins eigenda Air Atlanda, festi kaup á 290 fermetra þakíbúð við Austurhöfn á 505 milljónir króna. GEVA hafði stuttu áður selt 199 fermetra íbúð í Austurhöfn til félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á 310 milljónir króna.

8. Eineggja tvíburar selja samliggjandi stórhýsi á 7,4 milljarða

Tvö stórhýsi hlið við hlið í Flórída, sem byggð voru fyrir eineggja tvíbura, voru til sölu á 54 milljónir dala, eða sem nemur 7,4 milljörðum króna.

9. Brad Pitt kaupir aldargamalt hús á 5,5 milljarða

Leikarinn Brad Pitt keypti rúmlega aldargamalt hús við vatnsbakkann á Carmel Highlands svæðinu í Kaliforníu fyrir 40 milljónir dala, eða sem nemur 5,5 milljörðum króna.

10. Gamla hús Jónasar frá Hriflu fór á 315 milljónir

380 fermetra einbýlishús að Hávallagötu 24, sem var reist fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu, var selt á 315 milljónir króna í júní. Kaupendur voru Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir, sem eiga listarýmið Mengis.