Hið fræga silkiprent andlitsmynd Andy Warhol af bandarísku leikkonunni Marilyn Monroe var seld á 195 milljónir dala, eða um 25,8 milljarða króna, á uppboði hjá Christie‘s í New York í gær. Aldrei hefur bandarísk listaverk verið selt fyrir jafnháa fjárhæð. WSJ greinir frá.

Warhol gerði verkið, sem nefnist „Shot Sage Blue Marilyn“, árið 1964 en þá voru tvö ár liðin frá andláti leikkonunnar. Andlitsmyndin er byggð á veggspjaldi fyrir kvikmyndina Niagara sem kom út árið 1953.

Í það minnsta fjórir fjárfestar kepptust um verkið en listaverkasalinn Larry Gagosian stóð uppi með sigurtilboðið eftir fjögurra mínútna tilboðskeppni. Christie‘s var með miklar væntingar fyrir verkið og átti von á 200 milljóna dala kaupverði.