Það var margt um manninn á ársfundi Samáls á þriðjudaginn var. Græn vegferð í áliðnaði var yfirskrift fundarins. Myndir af ársfundinum má finna hér að neðan.
Einar Þorsteinsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls og stjórnarformaður Samáls ræddi stöðu og horfur í áliðnaði, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar flutti erindi undir yfirskriftinni „Farsæl uppbygging í þágu þjóðar“, Joseph Cherriez frá greiningarfyrirtækinu CRU ræddi markaðshorfur í áliðnaði á óvissutímum og Guðrún Sævarsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík gerði skil ólíkum leiðum sem eru í þróun hjá álverum í átt að kolefnishlutleysi.
Loks ýtti Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls úr vör sýningunni Lífið í þorpinu, þar sem sagðar eru 22 sögur af starfsfólki álvera með viðtölum Péturs og ljósmyndum Birgis Ísleifs. Sýningin verður svo á faraldsfæti í sumar, ferðast á milli álvera og víðar.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flutti ávarp.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu, Dagný Ósk Ragnarsdóttir, forstöðumaður viðskiptagreiningar og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Einar Þorsteinsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls og stjórnarformaður Samáls var bjartsýnn er hann ræddi stöðu og horfur í áliðnaði.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Þétt setinn bekkurinn á ársfundi Samáls, sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Sveinbjörn Finnsson, viðskiptaþróunarstjóri og Heimir Þórisson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Landsvirkjun.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Tómas Sigurðsson, forstjóri HS orku. Fyrir framan hann sitja Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, Sólveig Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, og Finnur Marinó Flosason, verkfræðingur hjá Norðuráli.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, Kristján Friðrik Alexandersson hjá Álviti og Gerosion, og Sunna Ólafsdóttir Wallevik, framkvæmdastjóri Gerosion.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Guðrún Sævarsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og Guðbjörg Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Tækniseturs og klasastjóri Álklasans.

Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Halldór Kári Sigurðarson, Atli Freyr Hallbjörnsson, Heimir Marel Geirsson, Dagur Sigurbergsson, Bjarni Eyfjörð Friðriksson, Sigurbjörg Ýr Guðmundsdóttir, Dagný Ósk Ragnarsdóttir hjá Landsvirkjun.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Sigríður Guðmundsdóttir, sem tók nýlega við nýrri stöðu hjá Isal sem sérfræðingur í kolefnisjöfnun, en hún er á meðal 22 viðmælenda í sýningunni Lífið í þorpinu sem kynnt var á ársfundinum.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi og Guðni Steinarsson leiðtogi í steypuskála hjá Isal.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Árni Stefánsson framkvæmdastjóri steypuskála hjá Isal og Halldór Guðmundsson, deildarstjóri vöruþróunar hjá Norðuráli.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Birna Pála Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Isal, og Einar Þorsteinsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Páll Erland Landry framkvæmdastjóri Samorku ræðir við Bjarna Má Gylfason.

Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson (VB MYND/BIG)
Joseph Cherrez frá greiningarfyrirtækinu CRU og Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls.