Kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson hélt fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó laugardaginn 25. júní síðastliðinn. Viðburðurinn var hluti af fyrirlestraferð hans um allan heim til að kynna bókina Út fyrir rammann (Beyond Order) sem kom út í fyrra og hefur selst í yfir fimm milljónum eintaka.

Um var að ræða í annað skiptið sem Peterson kom til landsins til að halda fyrirlestur. Hann mætti hingað einnig í júní 2018 og fyllti þá salinn Silfurberg í Hörpu í tvígang.

Sjá einnig: Jordan Peterson snýr aftur til landsins

Gunnlaugur Jónsson, sem stóð fyrir því að flytja Peterson til landsins, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í aðdraganda fyrirlestursins að þegar Peterson kom til Íslands árið 2018 þá hafi honum strax langað að koma aftur. Sumarið 2018 hafi undirbúningur að endurkomu hafist en sökum veikinda og Covid-faraldursins varð ekki af fyrirlestrinum fyrr en í ár.

Hjónin Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, og Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, ásamt Gunnari Páli Tryggvasyni, framkvæmdastjóra Alfa framtaks. Almenna bókafélagið hefur gefið út tvær bækur Peterson á íslensku.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Frosti Logason, einn af umsjónarmönnum útvarpsþáttarins Harmageddon. Hann tók viðtal við Peterson árið 2018.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Fyrirlesturinn fór fram með svokölluðu Q&A formi, þar sem Tammy Peterson, eiginkona Jordan, spurði hann valdar spurningar úr salnum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)