Ofurhetjudagar Origo voru haldnir á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Um er að ræða nýsköpunardaga eða 24 klukktíma hakkaþon keppni milli starfsfólks Origo sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

„Margar frambærilegar hugmyndir hafa fæðst á Ofurhetjudögum sem hafa síðar þróast yfir í raunverulegar lausnir sem enda loks í vöruframboði. Má þar helst nefna fyrirtækið Tempo sem varð til á Ofurhetjudögum Origo,“ segir í tilkynningu Origo.

Tempo sérhæfir sig í tímaskráningum í þróunartólinu JIRA en Origo seldi nýverið 40% hlut sinn í Tempo fyrir 28 milljarða króna. „Þannig geta nýsköpunarverkefni vaxið og skilað miklum arði.“

Sigurvegararnir í ár á Ofurhetjudögunum voru tvö lið starfsamnna. Annað þeirra kom fram með MarketPay lausn og hitt StoryBooker.