Hampiðjan og Hjörtur Erlendsson, forstjóri félagsins, hlutu viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2022.

Efnt var til fagnaðar í Gyllta salnum á Hótel Borg á dögunum þar sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sá um að afhenda Hirti viðskiptaverðlaunin. Á sama tíma var útgáfu Áramóta, veglegs tímarits Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, fagnað. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Hjört, en hann hefur starfað hjá Hampiðjunni í frá árinu 1985 og verið forstjóri frá 2014.

Mikið fjölmenni safnaðist saman á Hótel Borg til að samgleðjast Hirti og Hampiðjunni og fagna útgáfu blaðsins.

Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Viðskiptaverðlaunahafinn Hjörtur Erlendsson ásamt Bjarna Benediktssyni og Trausta Hafliðasyni,ritstjóra Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Hjörtur Erlendsson með þá Kristján Loftsson og son sinn Erlend Magnús Hjartarson sér á hægri hönd. Kristján situr í stjórn Hampiðjunnar og er félag hans, Hvalur, lang stærsti hluthafi félagsins með rúmlega 45% hlut.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Vinkonurnar Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Moobix, Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, og Andrea Sigurðardóttir, verkefnastjóri á samskiptasviði Marels og formaður Hvatar, létu sig ekki vanta.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Ari Daníelsson, stjórnarmaður Íslandsbanka, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Magnús Skúlason, hagfræðingur, Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Vel fór á með Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, og Helgu Melkorku Óttarsdóttur, lögmanni og einum eigenda Logos.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnessbæjar, Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Total Capital Partners LLP, og Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, voru kampakátir á viðskiptaverðlaununum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Kristján Loftsson, stjórnarmaður Hampiðjunnar, Stefán Einar Stefánsson, dagskrárgerðarmaður á Morgunblaðinu, og Óli Kr. Ármannsson, ráðgjafi hjá Kom, ræddu heima og geima.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Eyrún Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri eignarstýringar og miðlunar Landsbankans, Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips, Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Sagnfræðingurinn Björn Jón Bragason og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Gunnar Úlfarsson og Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingar Viðskiptaráðs, ræða málin.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)