Farsæl skref í fjármálum
Farsæl skref í fjármálum
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Framtíðarsýn gefur út bókina Farsæl skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson. Í bókinni er farið yfir helstu hugtök og aðferðir til að beita við daglega fjármálastjórn, val á sparnaðarleiðum, lántöku og við að undirbúa stórar fjárhagslegar ákvarðanirnar í lífinu.

Farsæl skref í fjármálum er sjálfstætt framhald bókarinnar Fyrstu skref í fjármálum sem fjallar um grunnatriði í fjármálum og er kennd í flestum grunnskólum landsins.

Markmiðið með bókunum er að bæta úr brýnni þörf á aðgengilegu og upplýsandi efni um fjármál einstaklinga og heimila. Fjármál eru hluti af daglegu lífi og ákvörðunum fólks og því er mikilvægt fyrir alla, þá sérstaklega ungt fólk, að þekkja grundvallaratriði í fjármálum.

Bókin er skrifuð sem kennslubók fyrir framhalds- og háskóla en gagnast einnig sem uppflettibók um fjármál einstaklinga. Farsæl skref í fjármálum er fáanleg í helstu bókabúðum og á heimasíðu útgefanda, www.framtidarsyn.is.

Hér að neðan má sjá fleiri bækur í ritröðinni sem komið hafa út á íslensku og ensku:

Bækur Gunnar Baldvinssonar um fjármál einstaklinga
Bækur Gunnar Baldvinssonar um fjármál einstaklinga
© Höskuldur Marselíusarson (Höskuldur Marselíusarson)

Umsagnir um nýju bókina:

„Farsæl skref í fjármálum er skrifuð fyrir fullorðna og ætti að geta nýst flestum vel, hvort sem þeir hafa grunnþekkingu á fjármálum og viðskiptum eða ekki. Bókin er kærkomin viðbót við lesefni um fjármál heimila og ekki hægt annað að vona að sem flestir lesi sér hana til gagns. Það væri líklega ein besta fjárfesting sem þeir eiga kost á!“

  • Gylfi Magnússon, prófessor í fjármálum og forseti Viðskiptafræðideildar HÍ.

„Mikil þörf hefur verið á góðu efni til kennslu og fræðslu um fjármál. Gunnar hefur unnið mikilvægt brautryðjendastarf með bókum sínum sem hafa slegið í gegn hjá nemendum, kennurum og áhugafólki um bætta fjármálafræðslu.“

  • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja

„Gunnar fjallar á skýran og aðgengilegan hátt um þær ákvarðanir í fjármálum sem við öll þurfum að taka á lífsleiðinni – og eru einmitt lykillinn að því að skapa fjárhagslegt öryggi. Raunar er hægt er að líta á þessa bók hvort sem er; handbók eða kennslubók fyrir ungt fólk á öllum aldri.“

  • Ásgeir Jónsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands.