Chevrolet hefur kynnt til leiks sportbílinn Corvette E-Ray sem er fyrsta Corvettan með framhjóladrifi. Corvette E-Ray mun kosta frá 15 milljónum króna í Bandaríkjunum.

Þetta er sömuleiðis fyrsta Corvettan sem er rafdrifinn að hluta því sportbíllinn er með rafmótor við framdrifið. Stóra 6,2 lítra V8 bensínvélin er áfram undir húddinu á nýju Corvettunni. Vélin ásamt rafmótornum skilar 646 hestöflum. Corvette E-Ray er aðeins 2,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Rafmótorinn er tengdur við 1,9 kWst rafhlöðu.

Hægt er að velja um sex akstursstillingar þar á meðal brautarstillingu og síðan einnig sparnaðarstillingu þar sem einungis er ekið á rafmagninu.

E-Ray sportbíllinn er 90 mm breiðari en hefðbundin Corvetta og 110 kílóum þyngri vegna rafmótorsins. Keramikbremsur og Magnetic Ride Control-fjöðrun eru staðalbúnaður í bílnum.