Rafdrifinn Nissan X-Trail og Qashqai með nýju rafdrifnu aflrásinni e-Power verða kynntir hjá BL í dag frá kl. 12-16. Nissan þróaði aflrásina fyrir jepplinga auk þess sem endurhannaður og rúmbetri X-Trail hefur nú fengið frjórhjóladrifstæknina e-4ORCE sem Nissan þróaði einnig frá grunni.

Auk e-Power aflrásarinnar er nýr X-Trail jafnframt búinn nýrri fjórhjóladrifstækni sem nefnist e-4FORCE sem var þróuð sérstaklega fyrir nýjar kynslóðir rafknúinna jepplinga framleiðandans.

X-Trail e-Power er búinn tveimur rafmótorum, 150 kW mótor við drifrásina að framan og 100 kW mótor að aftan, og eru heildarafköst X-Traile-Power 213 hestöflum sem skilar hröðun frá 0-100 km/klst á um 7 sekúndum.

Tölvubúnaður e-4ORCE stjórnar afköstum rafmótoranna á sjálfstæðan hátt á hverju hjóli fyrir sig í samræmi við akstursskilyrði á hverjum tíma. Þannig dreifir e-4ORCE t.d. toginu jafnt að framan og aftan til að hámarka grip allra dekkja á öllum tímum auk þess sem kerfið stjórnar hemlum bílsins sjálfstætt fyrir hvert hjól til að viðhalda réttri stefnu bílsins á veginum og fyrirbyggja skrik með ófyrirséðum afleiðingum.

Nissan Qashqai.