Nýr Mercedes-Benz GLC SUV Plug-in Hybrid er á leiðinni en forsala á bílnum hefst 13.október næstkomandi hjá Bílaumboðinu Öskju.

GLC er einn vinsælasti jeppi þýska lúxusbílaframleiðandans og kemur nú öflugri og stærri útgáfa með meiri drægni en áður. Hann er flottur ferðafélagi fyrir þá sem vilja aflmikinn og sparneytinn sportjeppa sem er klár í hvaða aðstæður sem er, hvort sem það er á malbikinu eða á malarveginum. Drægni sportjeppans á rafmagninu er allt að 122 km.

Ríkulegur staðalútbúnaður er í GLC SUV til að mynda forhitun á miðstöð með tímastilli og fjarræsingu, LED ljós með sjálfvirkri aðlögun háu ljósanna. Þá eru nálgunarvarar að framan og aftan sem og íslenskt leiðsögukerfi