Range Rover er án nokkurs einasta vafa best heppnaði lúxusjeppinn sem framleiddur hefur verið en bílinn kom fyrst á markað árið 1970. Ný kynslóð, sú fimmta, kom í verslanir í ár. Má segja að þar hafi bresku bílasmiðirnir hjá Land Rover gert sinn fallegasta bíl, til þessa að minnsta kosti.

Fimmta kynslóðin er stílhreinni, straumlínulagaðri og sportlegri en forverinn. Það gerir jeppann ekki aðeins flottari heldur einnig sparneytnari því vindmótstaðan fer niður í 0,3 sem er það besta sem sést hefur í jeppum. Nýi bíllinn er  aðeins stærri en fráfarandi kynslóð, bæði á hæðina og lengdina.

Range-inn er þegar í boði með hefðbundnar bensín- og díselvélar. Að auki er tvær útgáfur með tengitvinnvélum. Báðar eru þær með sex sílendra bensínvél og rafmótorum, önnur er 434 hestafla og hin er 503 hestöfl. Báðar útgáfur draga um 90 km í raun.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði