Bók um veitingastaðinn Jómfrúna í Lækjargötu er komin út. Bókin er skrifuð af Jakobi E. Jakobssyni, eiganda Jómfrúarinnar og sonar stofnandans Jakobs Jakobssonar. Í bókinni, sem er óður til Jómfrúarinnar, má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, vitnisburð fastakúnna og sögu veitingastaðarins, sem stofnaður var fyrir 25 árum síðan.

Eins og margir þekkja þá hefur Jómfrúin frá stofnun boðið upp á danskt smurbrauð í bland við aðra sígilda danska rétti.  „Hún er fasti í tilverunni og viðskiptavinir hennar eru þeir tryggustu. Margir hafa sótt Jómfrúna frá opnun hennar og þangað kemur fólk til að fagna stóráföngum í lífinu, kemst í jólaskapið, hlustar á sumarjazz og hittir góða vini," eins og segir í tilkynningu vegna útgáfu bókarinnar.

„Á boðstólum á Jómfrúnni er, og hefur alltaf verið, danskt smurbrauð í bland við aðra sígilda danska rétti að ógleymdum guðaveigum til að væta kverkarnar. Hefðin er í hávegum höfð á Jómfrúnni og stefna hennar er að halda kúrsinum stöðugum á langri og farsælli leið. Hún er fjölskyldufyrirtæki sem á í fjölmörgum hvert bein."

Jómfrúin
Jómfrúin