Listin á sér engan ramma sem getur reynst ferköntuðu fólki eins og mér erfitt að skilja. Það er þó óhætt að segja að án listarinnar væri heimurinn litlaus og tek ég því fjölbreytninni fagnandi.

Tónlist er listform sem hefur þróast mikið í gegnum árin. Hér er stutt umfjöllun um þrjá tónlistarstíla, uppruna þeirra og vinsæla tónlistarmenn innan stílsins.

Michael Jackson
Michael Jackson

POPP

Uppruni popptónlistar nær aftur til um miðja 20. öld. Á þeim tíma var rokk og ról tónlist mjög heit en popptónlistin þróaðist út frá þeim tónlistarstíl.

Einfaldleikinn er alls ráðandi í poppinu sem er taktfast, grípandi, með einfaldan texta, vers og endurtekið viðlag.

Orðið „popptónlist“ kemur frá ensku og er þýtt sem popular music. En markmið tónlistarinnar er að ná til sem flestra.

Vinsælir popptónlistarmenn eru meðal annars Michael Jackson, Justin Bieber og hljómsveitin ABBA.

Kanye West
Kanye West

RAPP

Undir lok 20. aldar leit rapptónlist dagsins ljós. En klíkur atvinnulausra fátæklinga í Bandaríkjunum voru brautryðjendur tónlistarinnar.

Fyrsta rapptónlistin fékk að hljóma í New York en Manhattan hefur fengið viðurnefnið „móðir rappsins“. Einkenni rappsins er taktfastur ryðmi og texti sem rímar.

Eminem, Kanye West og Jay-Z eru á meðal vinsælla rappara í heiminum.

Bítlarnir
Bítlarnir

ROKK

Rokktónlist varð til þegar menn fóru að leika sér að því að bæta við slagverki og rafmagnsgítar í kántrítónlist og blús. En það voru vinsælustu tónlistarstílarnir fyrir tilkomu rokksins.

Rokktónlist kom inn með krafti og innihélt grófari texta en var áður þekkt.

Margir stórir tónlistarmenn hafa sett svip sinn á rokkið. Þar má meðal annars nefna Bítlana, AC/DC og Guns N‘ Roses.