Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur kynnt nýja gerð Ranger Rover Velar, svokallaða HST-útgáfu sem Land Rover kynnti fyrst í kraftmiklum útgáfum Range Rover Sport og Evoque.

Ranger Rover Velar HST sameinar vel hannað og nýtt útlit án þess að fórnað hafi verið neinum grundvallareiginleikum Velar hvað varðar fágun og þægindi. Velar HST markar nýjar áherslur í hönnun, smíði og efnum til að auka gæðin enn frekar og bæta upplifun og aksturseiginleika.

Svart þak og svartir áherslufletir (Black Pack) undirstrika séreinkenni Velar HST. Einkennisliturinn verður Arroios Grey, en auk þess verður bíllinn fáanlegur í öllum grunnlitasamsetningunum með skyggðum rúðum og 21“ Gloss Black álteinafelgum.

Skynvædd dempun fyrir aksturseiginleikana

Í farþegarýminu er að finna svarta rúskinnsáferð, m.a. á stýri og víðar í innréttingunni. Opnanlegt þak veitir ferskum andvaranum í farþegarýmið á meðan nýr undirvagn og yfirbygging auka jafnvægi í aksturseiginleikum og upplifun. Velar HST er búinn rafstýrðri loftfjöðrun með skynvæddri dempun sem tekur sjálfkrafa mið af aðstæðum til að skila hámarksþægindum og stjórnun fyrir farþega og ökumann. Að auki er Velar HST búinn nýjustu útgáfu akstursaðstoðartækni framleiðandans, sjálfvirka loftgæðakerfinu „Cabin Air Purification Plus“ og stæðisaðstoðinni „Park Assist Pack“ sem styðst við 360 gráðu myndavél.

Ranger Rover Velar HST er í boði með nokkrum mismunandi sex strokka Ingenium vélum, bæði 300 hestafla ísilvélum og 400 hestafla bensínvélum auk þess sem framleiðandinn býður Velar í mildri tvinntækni (Mild Hybrid). Nú er hægt að fá Velar í þessari sömu útgáfu sem Jaguar Land Rover á Íslandi við Hestháls sérpantar í samræmi við óskir og val viðskiptavina.