Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður og leikmaður Arsenal, er í þriðja sæti á listanum yfir launahæstu íslensku atvinnumennina.

Rúnar er með um um 280 milljónir króna í árslaun. Hann hefur fengið fá tækifæri með Arsenal og á síðustu leiktíð var hann í láni hjá belgíska liðinu OH Leuven.

Á þessari leiktíð er hann í láni hjá Alanyaspor í Tyrklandi.

Rúnar er sonur Rúnars Kristinssonar sem var atvinnumaður í Belgíu og er nú þjálfari meistaraflokks í KR.

Fjallað er um tekjur íslenskra atvinnumanna í íþróttum í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar sem kemur út á morgun, 29. desember 2022. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.