Mick Schumacher, sonur Micheal Schumacher, hefur gengið til liðs við Mercedes AMG Petronas formúlu liðið. Hann mun vera varaökumaður liðsins auk þess að taka þátt í prófunum á nýjum keppnisbíl.
Mick hefur ók fyrir Haas liðið að síðustu tvö tímabil en var látinn víkja fyrir Nico Hulkenberg, sem er mun reynslu meiri með 181 keppni að baki.
Schumacher fjölskyldan á sér langa sögu með Mercedes-Benz. Michael hóf feril sinn með Mercedes í DTM mótaröðinni áður en hann fór yfir til Ferrari. Hann endaði svo keppni í F1 hjá Mercedes árin 2010-2012.

Hér er Mick með foreldrum sínum, Corinnu og Michael. Mick var 14 ára þegar faðir hans lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013.