Andri Gunnarsson lögmaður og Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, seldu fasteign sína að Blikanes 22 í Garðabæ á 295 milljónir króna í október. Kaupendur eru Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir og Stefán Már Stefánsson.

Húsið er 302 fermetrar að stærð og inniheldur 5 svefnherbergi. Húsið er teiknað af teiknistofunni Óðinstorgi. Lóðin er 1.216 fermetrar að stærð. Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2023 er 118,1 milljón.

Viðskiptablaðið sagði frá því í sumar að Andri og Rakel Hlín hefðu fest kaup á eigninni Tjaldanes 15 á Arnarnesi fyrir 370 milljónir króna. Róbert Wessman átti umrædda eign árin 2017-2022.