Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson, sem leikur nú með gríska liðinu Atromitos, og Thelma Rán Óttarsdóttir hafa sett húsið sitt að Perlukór 8 í Kópavogi til sölu.

Ásett verð eignarinnar, sem er 290 fermetrar, er 215 milljónir króna eða 741 þúsund krónur á fermetrann. Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2023 er 162,3 milljónir króna.

Húsið, sem byggt var árið 2007, er teiknað af Kurt og Pí arkitektum. Það hefur verið tilnefnt til alþjóðlegra hönnunarverðlauna, að því er kemur fram til í fasteignaauglýsingu.

Húsið, sem inniheldur fjögur svefnherbergi, er skráð 252,8 fermetrar að stærð og bílskúr 38,1 fermetri.