Þó lítið verði skíðað í skíðabrekkum landsins vegna faraldursins þessa páskana þá er hægt að skella sér á gönguskíði þar sem aðstæður leyfa. Á kortinu hér að ofan má finna upplýsingar um helstu skíðasvæði landsins og gönguskíðaaðstöðu í námunda við þau. Fjallað er um málið í sérblaðinu Ferðalög & útivist , sem fylgdi Viðskiptablaðinu og er opið öllum til lestrar.

Fyrir gönguskíðafólk er hægt að færa sér í nyt vefinn og snjallsímaforritið skisporet.no þar sem hægt er að fylgjast með í rauntíma hvar gönguskíðabrautir eru troðnar á nokkrum stöðum á landinu, til að mynda í Heiðmörk, við Ísafjörð og í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi á Akureyri.

Skíðasvæðin sem fjallað eru um á kortinu eru:

  • Bláfjöll

Stærsta skíðasvæðið við höfuðborgarsvæðið. Tvær stólalyftur og nokkurfjöldi toglyfta og gönguskíðabrauta. Heiðmörk Vinsælt gönguskíðasvæði með fjölbreyttum troðnum brautum, kippkorn út úr bænum og rómað fyrir náttúrufegurð.

  • Reykjavík

Þrjár skíðalyftur eru í íbúðahverfum í Reykjavík, við Jafnasel í Breiðholti, í Ártúnsbrekku og við Húsahverfi í Grafarvogi.

  • Skálafell

Í Skálafelli við Mosfellsheiði eru þrjártoglyftur og ein stólalyfta ásamt troðnum gögnguskíðabrautum þegar aðstæður leyfa.

  • Heiðmörk

Vinsælt gönguskíðasvæði með fjölbreyttum troðnum brautum, kippkorn út úr bænum og rómað fyrir náttúrufegurð.

  • Ísafjörður

Dalirnir tveir, Tungudalur þar sem finna má þrjár skíðalyftur og Seljalandsdalur þar sem finna má fjölbreyttar skíðagöngubrautir.

  • Sauðárkrókur

Í Tindastóli eru tværlyftur og töfrateppi, meira en 2 km að lengd, brautirfyrir snjóbrettafólk og gönguskíðabrautir.

  • Siglufjörður

Fjórar lyftur eru í Skarðsdal sem alls eru 2,3 kílómetra langar. Troðnar gönguskíðabrautir eru einnig á svæðinu.

  • Ólafsfjörður

Um 650 metra löng diskalyfta er í Tindaöxl, skíðaskáli með veitingasölu og myndarlegt gönguskíðasvæði.

  • Dalvík

Í Böggvisstaðafjalli við Dalvík eru tværlyftur, sem eru samtals 1.200 metra langar ásamt troðnum gögnguskíðabrautum.

  • Akureyri

Hlíðarfjall er stærsta skíðasvæði Norðurlands. Sjö lyftur eru í fjallinu sem ná hæst í 950 metra hæð. Gönguskíðabrautir eru bæði í Hlíðarfjalli og í Kjarnaskógi.

  • Húsavík

Nýtt skíðasvæði við Húsavík var opnað á Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk fyrir ríflega ári. Gönguskíðabrautir eru reglulega troðnar.

  • Krafla

Sjálfboðaliðar lagfærðu og opnuðu skíðalyftuna á Kröflusvæðinu í Mývatnssveit á ný í vetur eftir að hafa verið óstarfhæf í nokkur ár.

  • Stafdalur

Á skíðasvæðinu í Stafdal á Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða eru 3 lyftur, samtals 1.700 m auk troðinnar gönguskíðabrautar.

  • Oddsskarð

Í „austfirsku Ölpunum“ milli Eskifjarðar og Norðfjarðar eru tværtoglyftur og barnalyfta, sem ná mest upp í 840 metra hæð.

Nánar er fjallað um málið í Ferðalög & útivist, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Hægt er að nálgast blaðið hér .