Sólarvörn verndar okkur fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Ósýnilegir UVA og UVB geislar veikja ónæmiskerfið okkar, flýta fyrir einkennum öldrunar, geta valdið sólarbruna og skemmdum á erfðaefninu okkar. Og í verstu tilvikum valdið húðkrabbameini.

Nú er enn mikilvægara en áður að vernda húðina fyrir þessum geislun þar sem þynning ósonlagsins er að hleypa þessum geislum í meira návígi við okkur.

Ólíkar og misgóðar gerðir eru til af sólarvörnum en ef sólarvörnin er breiðvirk þá ertu í góðum málum. Varnirnar innihalda ýmist efnasíur eða steinefnasíur.

Efnasíur eru mjög háþróaðar og tæknilegar. En þær taka hita frá geislum sólarinnar og varpa þeim til baka.

Steinefnasíur liggja á yfirborði húðarinnar og geta skilið eftir sig hvíta slikju.

Það eru kostir og gallar við báðar gerðir en best er að prófa sig áfram og velja það sem hentar sinni húð því engin húð er eins.

Meiri fróðleik um sólarvarnir má finna í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út nýlega. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.